Fríar eBækur 2.apríl

Fríar eBækur 2.apríl

  23.03.2017     adalheidur  

Í tilefni af Alþjóðadegi einhverfra langar mig að bjóða öllum að útbúa fríar eBækur (rafrænar bækur) á egerunik.is. Gjafakóðinn er 2april17 og gildir hann frá kl.8:00 að morgni 2.apríl - miðnættis.  Það er því um að gera að klára bókina í tæka tíð

Það sem er mikill kostur við rafrænar bækur er að þeim er auðveldlega dreift með tölvupósti til allra sem óskað er aukins skilnings frá.  Þær eru einnig læstar með persónulega lykilorði sem senda þarf með til þess að gæta persónuverndar.  En svo alltaf hægt að senda bækurnar til útprentunar sé þess óskað.

Það er mín von að þetta tilboð nýtist sem flestum svo að persónulegar frásagnir dreifist út í samfélagið til þess að auka viðurkenningu og eyða staðalímyndum.  

Er þín bók klár?

Knús
Aðalheiður

Tilbaka

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop