20% Afsláttur af öllum vörum í tilefni skólastarts

20% Afsláttur af öllum vörum í tilefni skólastarts

  15.08.2017     adalheidur  

Skólaumhverfið er viðamikið, flókið og þar af leiðandi oft erfitt krökkum sem upplifa heiminn á annan hátt.

Þetta eru ofurhetjurnar okkar sem oftar en ekki þurfa að setja á sig boxhanskana í upphafi nýs skólaárs og mæta til leiks, tilbúin að verjast.

Það sem þessir krakkar þurfa umfram allt er kærleikur, skilningur og að gengið sé út frá að þau séu alltaf að gera sitt besta. Við þurfum að hjálpa þeim að leggja boxhönskunum og leyfa þeim að njóta sín eins og þau eru.

Það er ekki alltaf auðvelt að skilja heim einhverfunnar eða ADHD og oft föllum við í gryfju staðalýminda og fordóma.  Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að útskýra einstaklinginn sjálfan, hans styrkleika og áskoranir.

Að senda barn með persónulega og kærleiksríka fræðslubók í skólann hjálpar óneitanlega til við að búa til skilningsríkt umhverfi því það eru svo margir sem koma að einum einstakling: Kennarar, aðstoðarkennarar, skólaliðar, stuðningsfullltrúar, samnemendur og foreldrar. 

Það getur reynst þrautinni þyngra að ætla að tala við alla þessa aðila og gefa þeim nægjanlega útskýringu á þörfum þessa tiltekna einstaklings, en með rafrænni og persónulegri bók má koma skilaboðunum áleiðis á markvissan og árangursríkan hátt.

Átt þú ofurhetju sem hefur þörf á skilning frá skólaumhverfinu sínu?

Loggaðu þig inn og búðu til þína persónulegu bók með 20% skólafslætti út September.  Afsláttarkóðinn er: skoli2017

Gott skólastart og kærleikskveðja
Aðalheiður

 

Tilbaka

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop