Autism Acceptance

Autism Acceptance

  02.04.2018     adalheidur  

Heila markmiðið og tilgangur síðunnar egerunik.is er auðvitað að stuðla að "Autism Acceptance" og því förum við alla leið þegar Alþjóðlegur dagur einhverfra er í spotljósinu.  Við viljum þetta árið bjóða fríar eBækur allan apríl mánuð.

Okkar draumur er að fylla samfélagið að einstaklingsmiðuðum frásögnum um hvernig við upplifum heiminn öðruvísi og stuðla þannig að auknum skilning, viðurkenningu og tækifæri til jafnrar þátttöku.  Þetta er okkar hjartans mál og ef þú ert á sama máli, þá vil ég hvetja þig til þess að nýta þér þetta einstaka tækifæri. 

Búðu til þína eigin persónulegu bók og deildu henni með þínu nánasta umhverfi.  Útskýrðu hvernig þú upplifir hinar ólíku aðstæður, hvernig þér líður - vegna þess að þín upplifun og þínar tilfinningar eiga svo fullkomlega rétt á sér og það er undir umhverfinu að taka tilllit og sýna þér skilning og kærleika.

Smelltu hér til þess að hefja bókagerðina

Þegar bókin er klár og þú ert kominn í greiðsluferlið.  Þá sérðu bláan hnapp sem stendur á "ég er með gjafabréf" þar smellir þú og setur inn gjafakóðann: april2018

Gangi þér vel og ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.

Kærleikskveðja,
Aðalheiður

Tilbaka

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop