Fyrirlestrar

Fögnum fjölbreytileika

Aðalheiður hefur á undanförnum mánuðum haldið áhugaverða fyrirlestra í skólum og leikskólum um fjölbreytileika einhverfunnar. Hún miðlar á einlægan hátt af reynslu sinni sem móðir einhverfrar stúlku og þeirra samstarfi við skólann þeirra í Noregi.  
Helstu markmið með þessum fyrirlestrum er að vekja athygli á ólíkum birtingarmyndum einhverfunnar og breyta viðhorfum um staðalímyndir og minnka fordóma.  Einnig er mikil áhersla lögð á að hvetja til samstarfs á milli foreldra og skóla og hvernig það samstarf getur bætt lífsgæði barna.
Fyrirlestrarnir eru jákvæðir, hvetjandi og til þess fallnir að opna umræðuna um fjölbreytileika samfélagsins.Fyrir hverja eru fyrirlestrarnir?

Fyrirlestrarnir eru ætlaðir starfsfólki í grunn-og leikskólum og foreldrum.  Verð ákvarðast út frá staðsetningu og markhópum.  Best er að senda inn fyrirspurn hér fyrir neðan og þá hefur Aðalheiður samband sem fyrst með nánari upplýsingar og verðtilboð.Umsagnir

Frábær fyrirlestur sem sýnir glöggt fram á að fjölbreytileiki er hið sanna viðmið í skólastarfi. Hann byggir á einlægri frásögn móður af upplifun sinni á einhverfu dóttur sinnar og samstarfi við skóla. Fyrirlesturinn er fluttur á grípandi og áheyrilegan hátt og á svo sannarlega erindi til allra foreldra og starfsfólks skóla án aðgreiningar.

Anna Steinunn Friðriksdóttir, deildarstjóri sérkennslu Árskóla

„Fögnum fjölbreytileikanum,“ er fyrirlestur sem enginn skólamaður eða áhugamaður um uppeldismál ætti að láta framhjá sér fara. Það er samdóma álit allra starfsmanna í Grundaskóla að fyrirlesturinn hafi verið með þeim betri sem við höfum fengið um langan tíma og viljum við því vekja athygli á honum.  Fyrirlesarinn, Aðalheiður Sigurðardóttir, hefur mikið fram að færa sem foreldri barns og uppalandi og verkefnið, „Ég er Unik“ er algjörlega framúrskarandi að mínu mati.

 

Sigurður Arnar Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lausar dagssetningar, innihald fyrirlestra eða verðtilboð - Vinsamlegast sendu inn fyrirspurn hér að neðan og haft verður samband eins fljótt og auðið er.

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop