Umsagnir

"Ég gef Aðalheiði mína bestu umsögn um frammistöðu hennar á fræðsluerindi. Allir mínir starfsmenn lofa erindi hennar og fannst hún flytja það að einlægni og mikilli þekkingu.  Það sem vakti athygli mína hvað mest voru viðhorf hennar til skólasamfélagsins sem voru byggð á skilningi. Hún tók góðan vinkil með að við réttum hjálparhönd og reynum að skilja aðstæður og að við verður að vera tilbúin til að aðlaga okkur að mismunandi þörfum einstaklinga. Aðalheiður stóð sig frábærlega."

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar

,,Einlæg rödd móður með faglegum undirtón sem opnaði nýja sín og hreyfði við viðhorfum. Fyrirlesturinn undirstrikaði mikilvægi þess að þora að fara óhefðbundnar leiðir í námi í takt við persónulegar þarfir.

Glaðleg framsetning í máli og myndum hélt athygli frá fyrstu mínútu."

Kristín Björk Jóhannsdóttir 
Deildarstjóri í sérdeild Suðurlands 
Setrinu Sunnulækjarskóla

„Frábær fyrirlestur sem ég vona svo innilega að fleiri fái að njóta. Takk kærlega fyrir að koma með marga góða punkta sem munu klárlega nýtast mér í starfi.“

Margrét Ákadóttir, kennari   

,,Frábær fyrirlestur sem sýnir glöggt fram á að fjölbreytileiki er hið sanna viðmið í skólastarfi. Hann byggir á einlægri frásögn móður af upplifun sinni á einhverfu dóttur sinnar og samstarfi við skóla. Fyrirlesturinn er fluttur á grípandi og áheyrilegan hátt og á svo sannarlega erindi til allra foreldra og starfsfólks skóla án aðgreiningar."

Anna Steinunn Friðriksdóttir, deildarstjóri sérkennslu Árskóla

,,Fyrirlestur Aðalheiðar Sigurðardóttur , Ég er Unik , sem hún flutti í Álfhólsskóla í apríl var líflegur og upplýsandi. Helstu kostir fyrirlestrarins eru þeir að í honum kemur Aðalheiður með sjónarhorn foreldris sem leggur mikið upp úr samstarfi við skóla. Þetta er einlægur og áheyrilegur fyrirlestur enda málefnið Aðalheiði hjartans mál.  Hún er góður fyrirlesari sem heldur athygli hlustanda með kímni sinni og góðu skipulagi.  Það var mikil ánægja með fyrirlesturinn”

Skafti Þ. Halldórsson, deildarstjóri eldra stigs Álfhólsskóla
 

,,Aðalheiður er heillandi fyrirlesari sem hreif alla fundarmenn með sér.  Hún berst ótrauð áfram fyrir framgangi og hamingju dóttur sinnar. Hún sagði okkur frá smá sigrum sem henni tókst að yfirvinna, hvernig þær mæðgurnar takast báðar á við vissar hindranir og hvernig henni tókst oftar en ekki að styðja dóttur sína inn á farsæla braut. Aðalheiður er kona sem gefst ekki upp, en heldur ótrauð áfram öðru fólki  til hagsbóta. Allir sem hlýddu á hana hjá okkur héldu glaðir og þakklátir af hennar fundi.

Marsibil Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hvaleyrarskóla.

„Frábær fyrirlestur í alla staði og á svo sannarlega heima í skólum landsins. Fékk mig til að skoða kennsluna með öðru sjónarhorni og vakti marga til umhugsunar.“

Hjördís D. Grímarsdóttir, kennari

,,Ég var mjög ánægð með þennan fyrirlestur. Hann gaf manni góða innsýn í hugarheim foreldra og barns heima fyrir. Það er nú þannig að við leikskólafólk fáum ofast að heyra hina hliðna, þá meina ég frá fagmönnum. Ég tel starfsfólkt oft á tíðum ekki gera sér grein fyrir hversu erfitt og töff það er að eiga barn með einhverfu. Mér fannst koma skýrast fram hversu mikilvægt það sé að eftirfylgni sé góð. Það megi aldrei gefast upp og það sé alltaf von og mikilvæg sé að fara út fyrir kassann til að ná settu markmiði. Mikilvægt sé að samskipti skóla og heimils sé góð. Allir séu að hjálpast að og séu að stefna að sama markmiði. Allir starfsmenn á Akraseli og Teigseli voru mjög ánægðir með fyrirlestur Aðalheiðar. Hann var hnitmiðaður, skemmtilegur, líflegur, miklar tilfinningar í honum og svo var hún bara svo frábær fyrirlesari. "

Margrét Þóra Jónsdóttir, Leikskólastjóri Teigaseli

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop