Persónulegar bækur

Hvers vegna persónulegar bækur?

Til eru ótal margar fræðslubækur um einhverfu og ADHD, skrifaðar fyrir ýmist börn eða fullorðna. Til eru fjölmargar upplýsingarsíður, fræðslugreinar, hópar á samfélagsmiðlun og svo mætti lengi telja. Þekkingin er til staðar, út um víðan völl.

En sérstaða þessarar vefsíðu gerir þér kleift að miðla upplýsingum á markvissan og aðgengilegan hátt. Með því að búa til persónulegt fræðsluefni fá aðstandandendur í hendurnar einskonar leiðarvísir sem sparar mikinn tíma í bókalestri eða á internetinu til þess að skilja einstaklinginn. Upplýsingarnar eru matreiddar á jákvæðan hátt. Bæði hvaða áskoranir einstaklingurinn glímir við, hverjir styrkleikar hans eru og síðast en ekki síst, hvernig aðstandandinn getur aðstoðað.

Margir foreldrar hafa vissulega eytt tíma í að skrifa sambærilegar bækur og leiðarvísa um börnin sín, en hér er til boða verkfæri sem einfaldar vinnuna, sparar tíma og gerir öllum kleift að fræða aðra um börnin sín eða sig sjálf.

Galdurinn er sá að allir textar eru fyrirfram tilbúnir og það eina sem fólk þarf að gera er að velja hvaða textar passa best, aðlaga þá og þá er tilbúið persónulegt fræðsluefni sem svo væri tilvalið að dreifa í skólanum, á vinnustaðinn, til stuðningsfólks og meðal fjölskyldu og vina.

Lestu nánar um hvaða vörur er í boði með því að smella hér
.

 

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop