Spurt og svarað

Algengar spuringar

Sem stendur getum við ekki sent bækur erlendis en við erum að vinna í opna fyrir það.
Alveg sjálfsagt. Bókin þín vistast um leið og þú vinnur í henni, svo allar breytingar eru vistaðar um leið.
Vegna þess að fyrirtækið á bak við vefsíðu þessa er norskt og heitir Jeg er Unik AS. Þar sem gjaldeyrishöft eru á Íslandi og ekki hægt að flytja íslenskar tekjur úr landi, er nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að taka gjald fyrir vörur þess í NOK
Nei, alls ekki. Það er nóg að þú upplifir þig öðruvísi og hafir þörf fyrir að útskýra þínar þarfir fyrir nærumhverfi þínu. Eða að þú upplifir barnið þitt öðruvísi og hafir grun um að það glími við einhvers konar áskoranir.
Við viljum umfram allt búa til faglegt og gott innihald á vefsíðuna egerunik.is og höfum þess vegna fengið til liðs við okkur frábært fólk til þess að vera í ráðgjafateymi. Hlutverk þessa ráðgjafateymis er að lesa yfir allt innihald og gefa athugasemdir og ráðleggingar um það sem betur mætti fara. Fulltrúar einhverfra, ADHD og foreldra sitja í þessu teymi ásamt fulltrúum frá Einhverfusamtökunum, ADHD samtakanna, Sjónarhól ráðgjafamiðstöð og Greiningar-og ráðgjafastöð ríkisins. Saman myndar þetta teymi sterka heild sem vonandi skilar sér í faglegri og árangursríkri vefsíðu.
Við opnun verður lögð áhersla á birtingarmyndir einhverfu og ADHD en okkar von er að fleiri greiningarhópar bætist við áður en langt um líður. Það eru til mun fleiri hópar sem einnig þarfnast skilnings og viðurkenningar og við tökum vel á móti áhugasömum fulltrúum til þess að ræða frekara samstarf.
Já til þess að spara þér mikla vinnu er ekkert mál að endurgera bók. Þú ferð einfaldlega á mína síðu, velur bókin sem þú vilt breyta og ýtir á endurgera. Greiða þarf fyrir endurnýjaða bók samkvæmt almennri verðskrá.

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop