top of page

Hvað er barnið að tjá með erfiðri hegðun?

Hvað er barnið þitt að reyna að segja við þig?


...Þegar það öskrar á sælgæti í búðinni

...Þegar það vill ekki gefa faðmlag

...Þegar það neitar að fara að sofa

...þegar það hangir á hurðarhúninum á meðan þú pissar

...þegar það öskrar af öllum krafti: ,,ÉG HATA ÞIG!“


Mögulega er það að reyna að segja:


...Mig langar alveg svakalega í þetta súkkulaði og mér finnst það ósanngjarnt að ég ráði engu um það hvað ég fæ hverju sinni. Finnst þér það skiljanlegt?

...Ég vil ekki þessa nánd akkúrat núna, ég vil andrými. Er það í lagi þín vegna?

...Ég er óróleg og ég vil gjarnan hafa þig hjá mér á meðan ég sofna, þú gefur mér svo mikið öryggi og ég bara elska snertinguna þína og vinalegu orðin þín. Það róar mig

...Ertu nokkuð farinn frá mér, ég þarfnast þín núna. Ertu alveg að verða búinn?

...Elskaru mig?


Ef börn hefðu fullþroskaðan framheila og háa tilfinningagreind myndu þau tjá þarfir sínar í stað þess að sýna triggerandi hegðun sem mjög líklega skilar þeim skömmum og höfnun. Við höfum tækifæri á að hjálpa þeim í þroskaferlinu. Lítum handan hegðunar og styrkjum sjálfsmyndina þeirra, tengslin okkar og þeirra framtíðar tilfinningagreind


Ég held með þér!

38 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page