top of page

Vantar þig samskiptaráðgjöf?

adalsig

Það er með mikilli gleði að ég deili með þér að ég hef gegnið til liðs við ráðgjafaþjónustu Tröppu - www.trappa.is. Ég hef lengi óskað þess að geta bjóðið uppá dýpri ráðgjöf til foreldra og skóla/leikskóla en ég get veitt með fyrirlestrunum mínum og núna er það orðið að veruleika.


Ég er mjög stolt og auðmjúk yfir traustinu sem starfsfólk Tröppu hefur sýnt mér með því að bjóða mig velkomna í teymið og ég hlakka til að takast á við ráðgjafahlutverkið. Það sem er svo frábært við þjónustu Tröppu er að ég get hitt fólk hvar sem það er statt á landinu því öll ráðgjöf fer fram í gegnum fjarbúnað og því er staðsetning engin hindrun og biðtíminn mjög stuttur.


Ég held fyrirlestrafjörinu ótrauð áfram, en nú get ég einnig boðið upp á samskiptaráðgjöf með fókus á einhverfurófið, t.d. bætt samskipti á milli foreldra og skóla, bætt samskipti á milli barns og fullorðinna, að tækla erfiða hegðun, dýpri skilningur á skynjun einhverfra, að sættast við greininguna – foreldraráðgjöf, að útskýra einhverfu fyrir bekknum og skólaforðun...svo eitthvað sé nefnt.


Endilega kíkið á heimasíðu Tröppu og ef þið viljið panta tíma, þá smellið þið hér; https://app.karaconnect.com/company/1/registration


Endilega hjálpið mér að deila og dreifa orðinu❤️ Kærleikskveðja Aðalheiður

 
 
 

留言


bottom of page