Um Ég er unik

Um Ég er unik verkefnið

Hlutverk Ég er unik er að fræða samfélag okkar um fjölbreytileikann á jákvæðan og persónulegan hátt.  Við viljum hvetja einstaklinga sem upplifa sig öðruvísi og óska eftir skilning og viðurkenningu til þess að búa til sitt persónulega fræðslefni sem lýsir þeirra eigin áskorunum og styrkleikum. 

Á vefnum er hægt að skrá sig inn og útbúa persónulega bók um sig sjálfan eða barnið sitt á aðgengilegan og auðveldan hátt.  Forskrifaðir textar eru miðaðir út frá birtingarmyndum ADHD og Einhverfu.  Ætlunin er í framtíðinni að bæta við fleiri greiningarflokkum og tökum við á móti öllum samstarfsaðilum opnum örmum.  Það er þó mikilvægt að hafa í huga að greining er engin forsenda þess að búa til fræðsluefni um sig sjálfan eða barnið sitt – Það eina sem þú þarft er þörfin fyrir að fá aukinn skilning frá fjölskyldu, vinum, skóla, vinnuumhverfi og viljinn til þess að deila með öðrum hver þú ert. 

Þú velur sjálf/ur hvað þú vilt setja í fræðsluefnið þitt og hverjum þú kýst að deila því með.  Við leggjum til umgjörðina og innihaldið til þess að auðvelda þér vinnuna.  
Okkar helsta markmið er að minnka staðalímyndir og fordóma gagnvart þeim sem eru öðruvísi.  Við viljum stuðla að jöfnum rétti minnihlutahópa og vekja athygli á þeirra málefnum.  Við fögnum fjölbreytileika!

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop