Fólkið á bak við vefinn

Aðalheiður Sigurðardóttir

Stofnandi Ég er unik

 
Ég er stolt einhverfumamma sem hef gert það að verkefni mínu að hvetja heiminn til þess að fagna fjölbreytileikanum.  Ég vil jöfn tækifæri fyrir alla og aukna viðurkenningu fyrir einstaklinga sem eru öðruvísi … en samt eins!  Ekkert lítið verkefni, ég veit!  Allar aðgerðir skipta máli og ég trúi því að með því að hver og einn einstaklingur kynni sig sjálfan sig séum við strax á réttri leið með að eyða staðalímyndum og fordómum.  Allir glíma við áskoranir og allir hafa styrkleika og það er mikilvægt fyrir alla að finna fyrir skilning og stuðning fyrir áskorunum sínum og ekki síður mikilvægt fyrir alla að vera metinn að verðleikum fyrir styrkleika sína. Ég er UNIK er mitt hugarfóstur og ástríðuverkefni sem ég hef í dag stofnað fyrirtæki í kringum.  Sem stendur sinni ég flestum hlutverkum þessa fyrirtækis:  Fjármagnsöflun og fjármálastjórnun, markaðssetningu, uppbyggingu netverks, rannsóknum og efnisskrifum, stefnumótun og stjórnun.
 
Ég er menntuð með MSc í alþjóðaviðskiptum og BSc. í viðskiptafræðum með áherslu á markaðsmál og stjórnun.  Ég hef unnið við stjórnun og markaðsmál síðan 2002 og mín síðustu störf voru verkefnastjóri hjá NORDMA, vörumerkjastjóri hjá Haugen Gruppen AS, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus, account Manager hjá Íslensku Auglýsingastofunni og markaðsstjóri Fróða útgáfufyrirtækis (í dag Birtingur).

Í dag hef ég stigið út fyrir þægindarammann og hoppað um borð í frumkvöðlalestina með ástríðuna að vopni og fyrri reynslu í veganesti ásamt hópi af góðu fólki sem hjálpar mér að láta drauminn rætast - þetta verður eitthvað!
 
 

Aron Örn Sigurðsson

Tæknistjóri Ég er unik

 
Ég er stoltur einhverfufrændi.  Ég hef mikla trú á þessu verkefni og vill leggja mitt af mörkum til þess að auka viðurkenningu í samfélaginu fyrir ósýnilegum áskorunum.  Hlutverk mitt í Ég er unik snýst um að halda utan um tæknilegu hliðina og aðstoða við gerð markaðsefnis.  Mitt mottó er að það eru ekki til vandamál, aðeins lausnir.  Ég aðstoða við þessi verkefni samhliða mínu aðalstarfi, en ég er Microsoft sérfræðingur hjá Advania. Ég sé mikla möguleika fyrir þessa vefsíðu í framtíðinni og hlakka til að þróa hana áfram með mínu góða samstarfsfólki Advania og ofurhuganum systur minni.  

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop