Greiðsluskilmálar

Um viðskipti við Jeg er Unik AS gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003, lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000 eftir atvikum. Skilmálar þessir gilda að því leyti sem þeir stangast ekki á við ofangreind lög eftir breytingum.

 

GREIÐSLUTILHÖGUN.

Allar greiðslur skulu eiga sér stað fyrir afhendingu. Jeg er Unik AS er með þjónustusamning við Borgun sem miðlar öllum rafrænum greiðslum vegna viðskipta vefsíðunnar. Ekki er hægt að skipta greiðslum.

 

AFHENDING.

Veflæg kynning er aðgengileg strax eftir að gengið hefur verið frá greiðslu.  Mjúkspjalda bók er almennt til afhendingar úr prentum 3-5 dögum síðar og harðspjalda bók tekur 5-7 virka daga virka daga úr prentun. Afhendingartímar geta sveiflast eftir álagi. Við ofangreindan afhendingartíma bætist allt að 3-5 daga ef valið er að fá bókina senda. Trygging er innifalin í sendingargjaldi.


SKILARÉTTUR OG ENDURGREIÐSLA

Ekki er hægt að skila ógallaðri bók. Ef bók reynist gölluð við afhendingu er hægt að fá endugreiðslu eða endurprentun, nema gallann megi rekja til mistaka notenda á vefsíðu Jeg er Unik AS.

RÉTTUR TIL AÐ FALLA FRÁ SAMNINGI

Ekki er hægt að afpanta veflæga bók þar sem þjónustan telst hafa verið afhent strax við greiðslu. Hægt er að afpanta bækur sem ekki hafa verið sendar í prentun hjá þjónustuaðila Jeg er Unik AS með því að senda tölvupóst á egerunik@egerunik.is

ÁGREININGSMÁL

Ágreiningsmál vegna viðskipta við Jeg er Unik sem ekki verða leyst með öðrum hætti verða rekin fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop