Notendaskilmálar

Öll viðskipti um vefsíðu egerunik.is eru háð notenda- og samningsskilmálum (hér eftir ,,skilmálar") sem hér koma fram.

Vefsíða í skilningi þessara skilmála skal teljast vera upplýsingar sem dreift er á heimsvísu með Hyper Text Transfer Protocol (HTTP-staðli) um Transmission Control Protocol/Internet Protocol (TCP/IP) Netið, sem jafnframt er nefnt Internetið.

 

EFTIRFARANDI SKILMÁLAR GILDA UM HEIMSÓKN ÞÍNA Á VEFSÍÐUNA OG ÖLL VIÐSKIPTI SEM ÞÚ KANNT AÐ GERA UM VEFSÍÐUNA, NÚ EÐA SÍÐAR.
Jeg er Unik AS, kt. 915074197 skráð að Markveien 15d, 1406 Ski, Noregi heldur úti þessari vefsíðu og öðrum vefsíðum sem eru tengjast henni og bera þess merki að vera eign Jeg er Unik AS (hér eftir „vefsíðan“) og öllum upplýsingum, hugbúnaði, myndum, texta, tónlist, hljóðum, öllu öðru efni og þjónustu sem veitt er á þessari vefsíðu (hér eftir „efni“) til afnota og aðgangs fyrir allan almenning. En einungis í þeim lögmæta tilgangi sem lýst er hér að neðan.

 

SAMÞYKKI ÞESSARA SKILMÁLA; LÖGSAGA
Fyrir aðgang að þessari vefsíðu samþykkir þú að vera bundin(n) af þessum skilmálum og til að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum. Þú ábyrgist að hafa heimild að lögum til að samþykkja þessa skilmála fyrir sjálfa(n) þig eða þann aðila sem þú kemur fram fyrir. 

Verði einstök ákvæði skilmála þessa lýst ógild, ólögmæt eða eigi verður unnt að leita fullnustu þeirra að einhverju leyti, skal það engin áhrif hafa á gildi, lögmæti og fullnustumöguleika annarra ákvæða skilmálanna. Hvers konar undantekningar og takmarkanir eiga aðeins við að því marki sem íslensk lög heimila. 

Þess vefsíða er hýst á Íslandi. Með því að fara inn á vefsíðuna samþykkir þú að íslensk lög gildi um vefsíðuna, efnið, aðgang þinn, skoðun og kaup á vefsíðunni, sem og að varnarþing vegna ágreiningsmála sé Héraðsdómur Reykjavíkur.


SENDING UPPLÝSINGA, VINNSLA Á UPPLÝSINGUM SEM ÞÚ GEFUR UPP OG ÁBYRGÐ Á ÞEIM UPPLÝSINGUM 

Þú samþykkir að veita Jeg er Unik AS, fulla og ótakmarkaða heimild til að nota allar þær upplýsingar sem þú sendir til vefsíðunnar, án nokkurs endurgjalds. Þó þannig að skráning eða notkun upplýsinganna sé eðlilegur þáttur í starfsemi Jeg er Unik. 
Skal tilkynning þessi um slíka vinnslu persónuupplýsinga jafngilda viðvörun um slíka vinnslu.

 Þér er óheimilt að senda til vefsíðunnar upplýsingar sem geta talist ólögmætar eða fela í sér refsivert brot eða brot gegn einkaréttarlegum hagsmunum. Þar með talið ljósmyndir og annað efni sem nýtur verndunar skv. höfundalögum nr. 73/1972.

Vinnsla upplýsinga sem þú leggur fram við notkun á vefsíðunni lúta að lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Með því að samþykkja þessa skilmála ert þú að veita samþykki þitt fyrir vinnslu þeirra upplýsinga sem þú leggur fram og að þér sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fari fram, hvernig persónuvernd verði tryggð, og að þér sé heimilt að afturkalla samþykki þitt.

Tilgangur vinnslunar er að útbúa fyrir þig persónulega bók, allt í senn rafræna vefútgáfu sem og útprentað eintak. Bókin er hugsuð sem persónulegt fræðsluefni sem þú getur nýtt fyrir þig eða barn þitt til að útskýra persónulegar þarfir fyrir nærumhverfið. Upplýsingarnar eru ekki nýttar í öðrum tilgangi í samræmi við 2. tl. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Vinnslan fer fram með því móti að sér hugbúnaður sem er þróaður af hálfu Jeg er Unik AS færir upplýsingarnar þínar inn í bók jafnóðum og þær eru slegnar inn. Vefsíðan birtir þannig „lifandi“ sýn af bókinni sem þú ert að búa til hverju sinni. 

Kjósir þú að láta prenta eintak af bókinni mun Jeg er Unik AS senda rafrænt eintak af henni til þess prentþjónustuaðila sem Jeg er Unik er með samning við hverju sinni.

Öryggi gagnaumferðar er tryggt með dulkóðun (SSL) við vinnslu bókarinnar. Þá eru gögnin vistuð með dulkóðuðum hætti á vefþjónum Jeg er Unik AS. Aðrir en starfsmenn Jeg er Unik AS hafa ekki aðgang að gögnunum.

Þér er heimilt að afturkalla samþykki þitt með því að eyða aðgangi þínum að vefsíðunni. Hægt er að eyða einstökum bókum og eyðast þá upplýsingarnar jafnóðum. Jeg er Unik getur ekki endurheimt upplýsingar sem hefur verið eytt.


TAKMÖRKUN Á NOTKUN ÞINNI Á VEFSÍÐU OG EFNI
Leyfilegur aðgangur þinn að vefsíðunni er bundinn við aðganginn sem slíkan, skoðun á vefsíðunni og til kaupa á vefsíðunni. Leyfilegur aðgangur þinn nær ekki til annarrar notkunar á efni eða vefsíðu. 
Þér er óheimilt að afrita efni síðunnar án skriflegs samþykkis Jeg er Unik AS. Leyfi þitt fellur sjálfkrafa niður ef þú brýtur einhver atriði þessara skilmála.

ENDURSKOÐUN
Jeg er Unik AS er heimilt að endurskoða, breyta eða fella út efni af vefsíðunni hvenær sem er og án fyrirvara. Jeg er Unik as getur hvenær sem er endurskoðað og breytt þessum samningsskilmálum. 
Með samþykkt þessara skilmála samþykkir þú að vera bundin(n) af öllum slíkum breytingum.

SÍÐUR SEM TENGDAR ERU VEFSÍÐUNNI
Jeg er Unik AS tekur enga ábyrgð á þeim vefsíðum sem tengdar eru vefsíðunni en ekki haldið út af Jeg er Unik AS. Jeg er Unik AS ráða ekki efni eða fyrirkomulagi á öðrum vefsíðum en sínum eigin og geta ekki borið ábyrgð á þeim eða hverjum þeim viðskiptum sem kunna að vera gerð í gegnum slíkar síður.

VÖRUMERKI O.FL.
Vörumerki, þjónustumerki og viðskiptaheiti sem birt eru á vefsíðu þessari njóta verndar á Íslandi og alþjóðlegum grundvelli. Hvers kyns notkun þeirra er óheimil nema að fenginni skriflegri heimild fyrirfram frá Jeg er Unik AS, nema í þeim tilgangi einum að tilgreina vörur eða þjónustu fyrirtækisins.

Reykjavík, 1.september 2015.

 

Skrá mig á póstlista

Viltu fá sent á tölvupósti mánaðarlegt fréttabréf frá Ég er UNIK, fullt af fróðleik, innsýn og nýjungum?
Endilega skráðu þig hér fyrir neðan!


toTop