top of page
shutterstock_225785809.jpg

Hvað liggur á bak við erfiða hegðun?

Vilt þú skilja hvað liggur á bak við erfiða hegðun? Óskar þú eftir verkfærum til þess að hjálpa barni í slíkum aðstæðum, án þess að skerða sjálfsmynd þess? Vilt þú ráðleggingu um hvernig þú getur byggt upp tilfinningafærni og þrautsegju?

 

Með því að tvinna saman þekkingu um taugaskynjun og heilaþroska með persónulegu ferðalagi inní eigin uppeldissögu og tilfinningar – er hægt að finna réttu brautina að kærleiksríkum lausnum fyrir börnin okkar sem upplifa heiminn sterkt á tíðum og geta því átt erfitt. Fyrirlestrinum er ætlað að veita praktísk ráð og innblástur að kærleiksríkri tengslamyndun og betri leik/skóladegi.

 

Fyrirlesturinn passar sérstaklega vel fyrir alla sem vinna með skynsegnum einstaklingum (einhverfu, ADHD, Tourette, HSP) og börnum með kvíða.

Fyrirlesturinn fjallar um:

  • Skilgreiningu á hegðun og þeirri hugarfarsbreytingu sem á sér stað í samfélaginu okkar með aukinni þekkingu á taugakerfinu

  • Hvað gerist innra með börnum sem eiga erfitt og hverjir eru áhrifavaldarnir á taugakerfi í uppnámi

  • Skilgreining á tilfinningagreind og hvaða áhrif hún hefur á okkar líf

  • Verkfæri til þess að aðstoða barn út úr vanlíðan og auka þeirra tilfinningagreind

Markmið með fyrirlestrinum er að auka hæfni þáttakenda til þess að undrast yfir erfiðri hegðun barna og bæta tengslamyndun við barnið. Því Í þeim öruggu tengslum getur lærdómur, þáttaka og lífsgleði átt sér stað.

3.jpg

Næsti fyrirlestur

Næsti opni online fyrirlestur verður:

  • 27.apríl kl. 20:00

  • Miðaverð 4.500 kr.

  • Fyrirlesturinn er tekinn upp og hægt er að horfa í 3 sólarhringa eftir að fyrirlestri lýkur.

  • Takmarkaður fjöldi kemst að.

  • Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til þess að greiða og tryggja þér pláss. Þú færð svo sendan tölvupóst með aðgangshlekk.

  • ATH - mikilvægt er að gefa upp rétt netfang

 

“Þú kenndir mér svo nýja nálgun og skilning, sem er lykilatriði í allri minni vinnu í dag sem kennari. ."
"Nálgun þín er einstök og myndi ég vilja að það væri skylda fyrir alla starfsmenn sem koma að börnum að sitja námskeið hjá þér, barnanna vegna."
“Frábært kvöld! Þú segir svo flott frá að manni vöknar um augun! Mikilvæg skilaboð fyrir okkur öll. Takk”

Viltu fylgjast með?

Skráðu þig á póstlistann og fáðu upplýsingar um næstu fyrirlestra og námskeið

Velkomin í hópinn!

bottom of page