
Fyrirlestur fyrir skóla og leikskóla
Nýr og ferskur vinkill frá foreldri sem hefur jákvæða hluti fram að færa frá hennar samstarfi við skólann. Hvetjandi og áhugavert erindi fyrir alla sem starfa með börnum.

Fyrirlestur fyrir foreldrahópa
Hvetjandi fyrirlestur frá einhverfumömmu um hennar ferðalag frá sorg til sátta. Passar fyrir alla sem vilja fagna fjölbreytileika. Aukin þekking, hlátur og umhugsunarverðar dæmisögur bíða þíns foreldrahóps.

Ferðalag um heim einhverfunnar
Gagnvirk og skemmtileg fræðsla um einhverfu. Við förum saman í ferðalag um heilann og sjáum hvað gerist öðruvísi hjá einhverfum heilum. Ætlað að auka skilning og samkennd.

Þinn einstaki fyrirlestur
Leitar þú að hvetjandi fyrirlestri sem fagnar fjölbreytileika og ögrar áheyrandanum að fara út fyrir kassann. Ég býð uppá klæðskerasniðna fyrirlestra sem passa þínum þörfum.