top of page
logo_IS.jpg

Hver er ég?

Ég er stolt mamma sem hef það fyrir ástríðu að hvetja samfélagið til að fagna fjölbreytileikanum.  Ég óska jafnra tækifæra og aukinnar viðurkenningar fyrir ólíka persónuleika.  Þessu vinn ég ótrauð að í gegnum fyrirlestra mína og verkefni.

 

Menntun mín samanstendur af B.Sc og M.Sc innan Stjórnun og Markaðsmála og í 12 ár vann ég innan þess geira bæði á Íslandi og í Noregi.  Fyrir tæpum 7 árum síðan fékk dóttir mín greiningu á einhverfurófi og þá snérist líf okkar á hvolf.

 

Fljótlega eftir greininguna sagði ég upp þáverandi starfi mínu og startaði mínu eigið fyrirtæki; Jeg er unik AS þar sem ég hef starfað með mismunandi verkefni í kringum sama þema: Að auka viðurkenningu (Accept). Þú getur lesið meira um verkefnið mitt og mína þanka á blogginu.​

 

Okkar saga; okkar bardagar og sigrar hafa fyllt mig hugljómun til þess að verða sú sem ég er í dag – sendiherra fjölbreytileikans. Mig langar til þess að veita hvatningu og leggja mitt að mörkum til þess að skapa meiri skilning í samfélaginu – samfélag sem samþykkir dóttur mína eins og hún er og veitir henni jöfn tækifæri til þess að blómstra og lifa innihaldsríku lífi.

 

Dásamlegt ferðalag!  Ertu með?

bottom of page