top of page

Samskiptaráðgjöf 

Ráðgjöfin er helst ætluð foreldrum og starfsfólki skóla/leikskóla og annarra stofnana sem vinna með börnum. Þó svo að ráðgjöfin eigi vissulega við um öll börn, þá er sérstök áhersla lögð á börn á einhverfurófinu, með adhd, kvíða eða ‘high sensitive´börn.

 

Fyrir fagfólk er boðið uppá ráðgjöf varðandi;

  • Bætt samskipti við foreldra – Hvernig er best að fá foreldra í lið með sér?

  • Bætt samskipti við nemendur – Að tækla stórar tilfinningar og verða mikilvægur stuðningsaðili í lífi barnsins.

  • Dýpri skilningur á skynjun einhverfra - Skilningur sem gerir öll samskipti svo miklu auðveldari og betri.

  • Að útskýra einhverfu fyrir bekknum – Persónusniðið og jákvætt kynningarefni sem eykur skilning og viðurkenningu

  • Að fyrirbyggja og yfirvinna skólaforðun – Setjum saman aðgerðaráætlun að betri skólalífi.

 

Fyrir foreldra er boðið uppá ráðgjöf varðandi;

  • Bætt samskipti við skóla/leikskóla – Hvernig er besta leiðin til að fá skólann í lið með sér?

  • Bætt samskipti við barnið þitt – Er mikið um árekstra á milli þín og barnsins þíns? Virðist barnið fjarlægt og ‘erfitt’? Þá gæti samskiptaráðgjöfin hentað ykkar fjölskyldu mjög vel til þess að byggja upp betri hversdagsleika. Byggt á virðingafullu uppeldi og kærleikri nálgun.

  • Dýpri skilningur á skynjun einhverfra - Skilningur sem gerir öll samskipti svo miklu auðveldari og betri.

  • Að útskýra einhverfu fyrir barninu og fjölskyldumeðlimum – Við smíðum saman persónulegt kynningarefni sem útskýrir áskoranir og styrkleika barnsins.

  • Að fyrirbyggja og yfirvinna skólaforðun – Fáum skólann í lið með okkur og setjum saman aðgerðaráætlun til þess að hjálpa barninu að líða betur í skólanum.

Hægt er að bóka tíma í spjall með Aðalheiði með að senda póst á netfangið adalsig@egerunik.is

Father & Daughter
bottom of page