top of page
TILFINNINGAGREIND
Skilningur - Samkennd - Tengsl
Ég er Unik
Heildarlausnir frá vitundarvakningu til þjálfunar og meðhöndlunar.
Aðalheiður Sigurðardóttir er menntaður Tilfinningaráðgjafi frá EQ Institute í Osló. Hún býður upp á vitundarvakningu um hvað liggur á bak við tilfinningaviðbrögð okkar í formi fyrirlestra og námskeiða. Hvað liggur á bak við erfiða hegðun barna? Hvar liggur rótin að samskiptavanda á vinnustaðnum eða í parsambandinu? Hvað liggur á bak við triggerana mína?
Fyrir þá sem vilja kafa dýpra og hefja þjálfun tilfinningagreindar til þess að öðlast meiri öryggi og ró í krefjandi aðstæðum, býður Aðalheiður uppá lengri námskeið og ráðgjöf.
Sigríður Sjöfn, foreldri og kennari
“Nálgun þín er einstök og myndi ég vilja að það væri skylda fyrir alla starfsmenn sem koma að börnum að sitja námskeið hjá þér🥰 barnanna vegna❤️"
Inga Jóna, grunnskólakennari og móðir
“Þú kenndir mér svo nýja nálgun og skilning, sem er lykilatriði í allri minni vinnu í dag sem kennari. Mig langar mjög mikið að fara á fleiri fyrirlestra hjá þér og læra enn meira og dýpra.”
Ásta, sérkennari
“Elsku þú! Takk fyrir þig ❤️
Þetta var svo magnað að hlusta og þú komst öllum tilfinningunum mínum svo dásamlega í orð. Hef alltaf haldið því fram að börn geti ekki lært eða meðtekið þegar þau eru í uppnámi og vanlíðan. Öryggi þeirra og vellíðan séu nauðsynlegar forsendur fyrir því að læra og meðtaka. Hef alltaf verið sannfærð um þetta og oft fengið gagnrýni fyrir að vera ekki nógu ströng”
Hvað get ég gert fyrir þig?
bottom of page