top of page
Untitled design (4).jpg

Hvers vegna triggerast ég svona?

Þessi fyrirlestur er fyrir þig sem vilt svo gjarnan mæta barninu í ró en hegðun þess triggerar kerfið þitt og áður en þú veist af ertu farin að skammast.

 

Hvað er að gerast?

 

Flestum fullorðnum þykir krefjandi að mæta erfiðum tilfinningum og óæskilegri hegðun hjá börnum, sérstaklega þegar við eigum í nánum samskiptum við barnið. Við getum orðið bjargalaus við kraft sterkra tilfinninga og annarra samskiptaeinkenna eins og höfnunar, ofsareiði, þunglyndis, kvíða og sjálfssköðunar sem getur verið bæði erfitt að skilja og meðhöndla.

 

Hvernig við bregðumst við tilfinningum barna, hangir líka saman við hvernig samband við eigum við okkar eigin tilfinningar. Það er ótrúlega krefjandi að mæta erfiðari hegðun, því það vekur upp neikvæðar tilfinningar í okkur sjálfum.

 

Í þessum fyrirlestri mun ég hjálpa þér að hefja vinnuna við að skilja þín eigin viðbrögð og gefa þér verkfæri til þess að meðhöndla taugakerfi í uppnámi.

 

Við munum svara þessum spurningum um triggera:

  • Hvað þýðir að triggerast?

  • Hvað liggur að baki triggerum?

  • Hvernig meðhöndla ég triggerana í aðstæðunum?

  • Hvernig get ég fyrirbyggt eða losnað við triggerana?

 

Gefðu þér notalega stund og komdu með í ferðalag að þróa þína eigin tilfinningafærni. Færni sem ósjálfrátt mun skila sér í aukinni félagsfærni barnsins og betri sjálfsmynd þess.

6.jpg

Næsti fyrirlestur

Næsti opni online fyrirlestur verður:

  • 3.júní kl. 20:00

  • Miðaverð 4.500 kr.

  • Fyrirlesturinn er tekinn upp og hægt er að horfa í 3 sólarhringa eftir að fyrirlestri lýkur.

  • Takmarkaður fjöldi kemst að.

  • Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til þess að greiða og tryggja þér pláss. Þú færð svo sendan tölvupóst með aðgangshlekk.

  • ATH - mikilvægt er að gefa upp rétt netfang

 

“Það var svo magnað að hlusta og þú komst öllum tilfinningunum mínum svo dásamlega í orð."
"Vá. Ég hef lesið ógrynni af pistlum og bókum, fylgst með aðilum á samfélagsmiðlum sem gefa út efni, hlustað á hlaðvörp, talað við meðferðaraðila. En enginn hefur komið þessu svona vel frá sér eins og þú."
“Frábært kvöld! Þú segir svo flott frá að manni vöknar um augun! Mikilvæg skilaboð fyrir okkur öll. Takk”

Viltu fylgjast með?

Skráðu þig á póstlistann og fáðu upplýsingar um næstu fyrirlestra og námskeið

Velkomin í hópinn!

bottom of page