Hvernig næ ég stjórn á triggerunum mínum
Mon, Apr 29
|Livestorm
Markmið með fyrirlestrinum er vekja athygli á tilfinningagreind og hvaða áhrif hún hefur á okkur sem foreldra og alla sem vinna með börnum.
Time & Location
Apr 29, 2024, 8:00 PM – 9:00 PM
Livestorm
About the event
Flestum fullorðnum þykir krefjandi að mæta erfiðum tilfinningum og óæskilegri hegðun hjá börnum, sérstaklega þegar við eigum í nánum samskiptum við barnið. Við getum orðið bjargalaus við kraft sterkra tilfinninga og annarra samskiptaeinkenna eins og höfnunar, ofsareiði, meinfýsni, þunglyndis, kvíða og sjálfssköðunar sem getur verið bæði erfitt að skilja og meðhöndla.
Hvernig við bregðumst við tilfinningum barna, hangir líka saman við hvernig samband við eigum við okkar eigin tilfinningar. Það er ótrúlega krefjandi að mæta erfiðari hegðun, því það vekur upp neikvæðar tilfinningar í okkur sjálfum.
Tilfinningafærni er mikilvægur eiginleiki sem hægt er að þróa til þess að vera betur í stakk búin til þess að mæta börnum þegar tilfinningarnar bera þau ofurliði. Tilfinningafærni eða tilfinningagreind (EQ) byggist á 4 færnisþáttum sem kynnt verða í fyrirlestrinum:
- Sjálfsvitund: að bera kennsl á eigin tilfinningar og geta gefið þeim nafn
- Sjálfsstjórn: að geta stjórnað tilfinningunum svo þær gangi ekki út yfir aðra
- Félagsvitund: að bera kennsl á tilfinningar hjá öðrum
- Tenglsastjórnun: að skapa sterk og kærleiksrík samskipti við sjálfa/n mig og aðra
Markmið með fyrirlestrinum vekja athygli á tilfinningagreind og hvaða áhrif hún hefur á okkur sem foreldra og alla sem vinna með börnum.