top of page

Hver er ég?

Ég er stolt mamma sem hef það fyrir ástríðu að hvetja samfélagið til að fagna fjölbreytileikanum.  Ég óska jafnra tækifæra og aukinnar viðurkenningar fyrir ólíka persónuleika.  Þessu vinn ég ótrauð að í gegnum fyrirlestra mína og verkefni.

 

Menntun mín samanstendur af B.Sc og M.Sc innan Stjórnun og Markaðsmála og í 12 ár vann ég innan þess geira bæði á Íslandi og í Noregi.  Fyrir tæpum 7 árum síðan fékk dóttir mín greiningu á einhverfurófi og þá snérist líf okkar á hvolf.

 

Fljótlega eftir greininguna sagði ég upp þáverandi starfi mínu og startaði mínu eigið fyrirtæki; Jeg er unik AS þar sem ég hef starfað með mismunandi verkefni í kringum sama þema: Að auka viðurkenningu (Accept). Þú getur lesið meira um verkefnið mitt og mína þanka á blogginu.​

 

Okkar saga; okkar bardagar og sigrar hafa fyllt mig hugljómun til þess að verða sú sem ég er í dag – sendiherra fjölbreytileikans. Mig langar til þess að veita hvatningu og leggja mitt að mörkum til þess að skapa meiri skilning í samfélaginu – samfélag sem samþykkir dóttur mína eins og hún er og veitir henni jöfn tækifæri til þess að blómstra og lifa innihaldsríku lífi.

 

Dásamlegt ferðalag!  Ertu með?

Hvetjandi og gagnlegur fyrirlestur fyrir alla sem eiga eða vinna með börnum

Read More
egentlig er jeg redd.jpg

Tölum um tilfinningar!

Hvað er tilfinningagreind og hvers vegna er hún okkur svo mikilvæg?

Read More
Untitled design_edited.jpg

Ferðalag um heim einhverfunnar

Gagnvirkur og sjónrænn fyrirlestur fyrir alla sem vilja skilja einhverfu

Read More
Untitled design.png

Að líða vel í vinnunni

Hvað getur þú ert til þess að stuðla að góðum samskiptum á vinnustaðnum?

Read More
shutterstock_737994433 (1).jpg

Umsagnir

,,Einlæg rödd móður með faglegum undirtón sem opnaði nýja sín og hreyfði við viðhorfum. Fyrirlesturinn undirstrikaði mikilvægi þess að þora að fara óhefðbundnar leiðir í námi í takt við persónulegar þarfir.

Glaðleg framsetning í máli og myndum hélt athygli frá fyrstu mínútu."

—  Kristín Björk Jóhansdóttir

     Deildarstjóri í sérdeild Suðurlands

    Setrinu Sunnulækjaskóla

Mínir þankar um fjölbreytileikann

Screen Shot 2018-08-15 at 23.01.03.png

Umsagnir

Hvað segja áheyrendur?

,,Einlæg rödd móður með faglegum undirtón sem opnaði nýja sín og hreyfði við viðhorfum. Fyrirlesturinn undirstrikaði mikilvægi þess að þora að fara óhefðbundnar leiðir í námi í takt við persónulegar þarfir.

Glaðleg framsetning í máli og myndum hélt athygli frá fyrstu mínútu."

Kristín Björk Jóhansdóttir, deildarstjóri í sérdeild Suðurlands

„Fögnum fjölbreytileikanum,“ er fyrirlestur sem enginn skólamaður eða áhugamaður um uppeldismál ætti að láta framhjá sér fara. Það er samdóma álit allra starfsmanna í Grundaskóla að fyrirlesturinn hafi verið með þeim betri sem við höfum fengið um langan tíma og viljum við því vekja athygli á honum.  Fyrirlesarinn, Aðalheiður Sigurðardóttir, hefur mikið fram að færa sem foreldri barns og uppalandi.

Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla

"Ég gef Aðalheiði mína bestu umsögn um frammistöðu hennar á fræðsluerindi. Allir mínir starfsmenn lofa erindi hennar og fannst hún flytja það að einlægni og mikilli þekkingu.  Það sem vakti athygli mína hvað mest voru viðhorf hennar til skólasamfélagsins sem voru byggð á skilningi. Aðalheiður stóð sig frábærlega."

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar

,,Fyrirlestur Aðalheiðar Sigurðardóttur sem hún flutti í Álfhólsskóla í apríl var líflegur og upplýsandi. Helstu kostir fyrirlestrarins eru þeir að í honum kemur Aðalheiður með sjónarhorn foreldris sem leggur mikið upp úr samstarfi við skóla. Þetta er einlægur og áheyrilegur fyrirlestur enda málefnið Aðalheiði hjartans mál.  Hún er góður fyrirlesari sem heldur athygli hlustanda með kímni sinni og góðu skipulagi.  Það var mikil ánægja með fyrirlesturinn”

Skapti Þ. Halldórsson, deildarstjóri efra stigs Álfhólsskóla

Alexa Young, CA

“Testimonials provide a sense of what it's like to work with you or use your products. Change the text and add your own."

Morgan James, NY

"A great testimonial can boost your brand’s image. Click to edit and add your own."

Lisa Driver, MI

“Have customers review you and share what they had to say. Click to edit and add their testimonial.”
bottom of page