top of page
adalsig

Ég er unik verkefnið

Það er mitt hlutverk sem foreldri að útksýra og aðstoða nánast umhverfi okkar að samþykkja dóttur mína eins og hún er. Ég vil umfram allt ekki að hún setji upp grímu og breyti sínu rétta sjálfi til þess að passa inní A4 samfélagskassann. Ég vil að hún sé stolt af sjáfri sér, rækti sína hæfileika og blómstri á sínum eigin forsendum, rétt eins og allir aðrir. Ég er unik verkefnið varð til út frá hugsuninni að kenna samfélaginu að samþykkja fjölbreytileikann, frekar en að kenna einstaklingum að breyta sinni hegðun til þess að passa inní okkar þrönga kassa.


Ég opnaði vefsíðuna egerunik.is fyrir 4 árum þar sem allir gátu búið til persónulega bók sem útskýrði styrkleika og áskoranir þeirra með ADHD eða einhverfu í þeim tilgangi að dreifa þekkingu og normalisera það sem kallast að vera öðruvísi. Vefsíðan fékk mikla og jákvæða athygli, enda einstakt verkfæri og vann til verðlauna og fékk fjölmargar viðurkenningar. Vegna fjárskorts og ónægrar sölu þurfti ég að loka vefsvæðinu í byrjun árs 2019, en það er mín von að hægt verði að endurbyggja og bæta þetta verkfæri áður en langt um líður.


Samhliða vefsvæðinu hóf ég fyrirlestravegferð mína í skólum, leikskólanum, í bæjarfélögum og í nánu samstarfi við Einhverfusamtökin og ADHD samtökin. Fyrirlestranir lukkuðust mjög vel og hafa hjálpað mörgum kennurum að auka skilning og samkennd gagnvart nemendum sínum sem og bætt samvinnu við foreldra. Nemendur hafa fengið betra líf í skólunum og margir foreldrar hafa einnig fengið aukinn skilning og sátt í hjartað.


Núna vinn ég að fræðsluefni fyrir börn og unglinga sem ég hlakka til að frumsýna innan skamms og þar að auki hef ég hafið fyrirlestra í Noregi þar sem ég er búsett. Ég kem þó alltaf reglulega til móðurlandsins, enda stoltur Íslendingur og vonandi sjáumst við við tækifæri.


Kærleikskveðja,

Aðalheiður

404 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page