top of page

Er í lagi að koma of seint í skólann?

Updated: Mar 6, 2019

Má koma of seint í skólann?

Á hverjum degi leggur dóttir mín af stað í skólann eftir að hringt er inn bjöllunni. Hún kemur of seint á hverjum degi.

Hvers vegna?

Vegna þess að þegar hún kemur inn í tóman skólann eru öll áreiti í lágmarki og hún hengir af sér fötin sín í rólegheitum og smeygir sér inní skólastofuna, klár fyrir daginn.

Áður fyrr, mætti henni ringulreið á hverjum morgni. Gangarnir fullir af spenntum krökkum sem tala út í eitt, hlaupa, hlægja, stundum öskra. Lyktar-sjón og hljóðáreiti geta verið gríðarleg fyrir barn sem er ofurnæmt fyrir slíkum hlutum. Varnarveggurinn rís og líðanin eftir því. Það gat tekið kennarana langan tíma að vinda ofan af þeirri vanlíðan og einbeitingin var engin.

Er þá ekki betra að mæta aðeins of seint?

Oftast fela lausnirnar í sér að stíga út fyrir rammana og reglurnar, það er að mínu mati bara mannbætandi 📷;)

Kærleikskveðjur, Aðalheiður

177 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page